Það var Rósa Guðmundsdóttir formaður skíðadeildarinnar sem tók við viðurkenningunni úr höndum Höllu Halldórsdóttur formanns Eyrbyggja. Ljósm. tfk.

Skíðadeild UMFG heiðruð fyrir uppbyggingarstarf

Skíðadeild UMFG í Grundarfirði hlaut framfaraverðlaun Eyrbyggja á bæjarhátíðinni Á góðri stundu sem haldin var í lok júlí. Viðurkenninguna fékk skíðadeildin fyrir mikið og gott uppbyggingarstarf á skíðasvæði Snæfellinga í Grundarfirði með aðstoð heimamanna en deildin stóð fyrir opnun gamla skíðasvæðisins fyrir ofan Grundarfjörð síðastliðinn vetur og safnaði fyrir nýjum diskum á skíðalyftuna sem var orðin ónothæf.

Á hátíðinni voru einnig veittar viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða í Grundarfjarðarbæ árið 2016. Hjónin Jón Snorrason og Selma Friðfinnsdóttir hlutu viðurkenninguna í flokki heimila og í flokki fyrirtækja hlaut Bjargarsteinn Mathús viðurkenningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir