Strandveiðiafla landað í Grundarfirði. Ljósm. úr safni.

Lok strandveiða á svæðum A, B og C

Á vef Fiskistofu er greint frá því að von sé á auglýsingu í stjórnartíðindum um lok strandveiða á svæðum A, B og C. Samkvæmt þeirri auglýsingu verður síðasti dagur strandveiða á svæðum A og C þriðjudagurinn 9. ágúst næstkomandi. Bann við strandveiðum á þeim svæðum tekur því gildi frá og með miðvikudeginum 10. ágúst. Þá verður síðasti dagur strandveiða á svæði B mánudagurinn 8. ágúst næstkomandi og strandveiðar því ekki heimilar á því svæði frá og með þriðjudeginum 9. ágúst.

„Lokun á svæði D verður auglýst síðar,“ segir á vef Fiskistofu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir