Aldrei meiri umferð um Hvalfjarðargöng

Frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð hefur umferð í gegnum göngin í júnímánuði aldrei verið eins mikil og í júní 2016. Alls fóru 239.464 ökutæki í gegnum göngin í júní. Aukningin er mikil því ef borið er saman við sama mánuð í fyrra er nemur hún 6,08 prósentum á milli ára. Þó aukningin hafi verið mikil á milli júnímánaða 2015 og 2016 þá er munurinn töluvert meiri í öðrum mánuðum. Má þar nefna að 27% aukning var á maímánuði 2016 borið saman við maímánuð 2015. Á fyrstu sex mánuðum ársins er aukningin 17,3% miðað við 2015; í fyrra var metár í Hvalfjarðargöngum og stefnir því allt í metið verði slegið í ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir