Regnbogafánanum flaggað

Regnbogafánar voru dregnir að húni fyrir utan bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar í morgun í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir og ná hápunkti sínum með Gleðigöngunni í Reykjavík á laugardag. Með því að flagga Regnbogafánanum vilja bæjaryfirvöld sína hinsegin fólki samstöðu í mannréttindabaráttu sinni, sem og að óska þeim gleðilegrar hátíðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir