Brotist inn í dánarbú á Akranesi

Brotist var inn í kjallara íbúðarhúsnæðis við Akurgerði á Akranesi um verslunarmannahelgina og stolið þaðan ýmsum raftækjum úr dánarbúi. Fyrrum íbúi lést í júlímánuði. Að sögn sonar hans hleypur verðmæti þýfisins á 700 til 800 þúsund krónum. „Þarna var stolið Imac 21,5“ tölvu sem er brotin í efra hægra horninu, Samsung 55 tommu smart sjónvarpi, tveimur heimabíómögnurum, hátölurum og fleira dóti. Tölvan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig enda er mikið af myndum inni á henni af mér og pabba,“ segir sonur mannsins í færslu sinni á Facebook. Þar auglýsir hann eftir vitnum að atburðinum. Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við Skessuhorn að innbrotið hafi verið kært til lögreglu og er málið í rannsókn. Eru þeir sem veitt geta upplýsingar um mannaferðir þarna í kring hvattir til að hafa samband við lögregluna á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira