Strandveiðiafla landað. Ljósm. úr safni.

Aflahæstir á strandveiðum

Á vef Landsambands smábátaeigenda má sjá aflahæstu bátana á strandveiðum í maí, júní og júlí. Vestlenskir bátar róa einkum á svæðum A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkur, og svæði D sem nær frá Höfn til Borgarbyggðar. Þá var nokkrum vestlenskum bátum róið til fiskjar á Húnaflóa á svæði B.

Þrír aflahæstu bátarnir á svæði A á tímabilinu maí til júlí voru Sif SH-132 með 18.537 kg í 23 róðrum, Grímur AK-1 með 18.442 kg í jafn mörgum róðrum og Oliver SH-248 með 18.127 kg, einnig í 23 róðrum.

Á svæði D var Hulda SF-197 aflahæsti báturinn með 21.405 kg í 25 róðrum, þá Snjólfur SF-65 með 21.089 kg í 25 róðrum og þriðji aflahæsti var Ásbjörn SF-123 með 20.964 kg í 25 róðrum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir