Svipmynd frá því göngumanni var komið til aðstoðar á sexhjólinu fyrr í sumar. Ljósm. Björgunarsveitin Lífsbjörg.

Fótbrotnaði milli Hellna og Arnarstapa

Laust eftir hádegi á föstudaginn barst björgunarsveitum á Snæfellsnesi útkall eftir að kona hafði hrasað og fórbrotnað á gangi tæpum hálfum kílómetra suðvestur af Gatkletti, inni á gönguleiðinni milli Hellna og Arnarstapa. Ljóst var að bera þyrfti konuna af slysstað.

Samkvæmt upplýsingum frá Björgunarsveitinni Lífsbjörgu voru aðstæður til sjúkraflutninga krefjandi, mikið grjót og þúfur sem þurfti að komast yfir, lækur sem þurfti að þvera ásamt einstigi við klettabrún. Aðgerðir gengu engu að síður hratt og örugglega fyrir sig. Kom þar að góðum notum sexhjól björgunarsveitarinnar sem er sérútbúið til sjúkraflutninga við aðstæður sem þessar. Konunni var komið fyrir á sjúkrabörum og ekið með hana á sexhjólinu um 850 metra leið að sjúkrabíl. Þaðan var konunni komið undir læknishendur til nánari skoðunar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir