Veiðimenn með góða silunga á Vatnasvæði Lýsu.

Frábær gangur á Vatnasvæði Lýsu

„Veiðin gengur bara vel vatnasvæðinu hjá okkur, mikið af sjóbirtingi í Hópinu og neðar á svæðinu,“ sagði Símon Sigurmonsson þegar við spurðum um Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi. En veiðin hefur verið góð á svæðinu, sjóbirtingur, bleikja og lax.

„Það er mikið af sjóbirtingi, mjög mikið. Einn og einn lax er líka að gefa sig, veiðimenn hafa verið ánægðir með veiðina hérna,“ sagði Símon enn fremur.

Silungsveiðin gengur víða ágætlega. Í Hlíðarvatni veiddist vel um daginn, fallegar bleikjur og urrriðar. Vel vænir fiskar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir