Húsnæði B.A. Einarssonar við Vesturbraut 8 í Búðardal.

Bifreiðaverkstæði B.A. Einarssonar lokað

Sú breyting hefur orðið á rekstri verkstæðis og stálsmiðju B.A. Einarssonar í Búðardal bifreiðaverkstæði fyrirtkækisins hefur verið lokað. Verkstæðið og stálsmiðjan var opnuð að Vesturbraut 8 fyrir tæpum tveimur og hálfu ári síðan, 27. febrúar 2014, af Birni Anton Einarssyni stálsmiði, en Katarínus Jón Jónsson bifvélavirki sá um rekstur bifreiða- og vélaverkstæðisins. Í samtali við Skessuhorn sagðist Katarínus ætla að snúa sér að öðru í framtíðinni. Hvað það yrði myndi bara koma í ljós með tíð og tíma.

Rekstur stálsmiðju B.A. Einarssonar verður eftir sem áður óbreyttur. Hún verður áfram starfrækt að Vesturbraut 8 í Búðardal eins og verið hefur frá upphafi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir