Sum skiltanna eru beittari en önnur. Þetta skilti, sem stendur við Hellisbraut, er líklega það sem stuðar hvað mest.

Börn á Reykhólum berjast gegn hraðakstri

Skessuhorn greindi frá því snemma þessa mánaðar að hraðahindrun hefði verið komið fyrir á Hellisbraut á Reykhólum. Er það fyrsta hraðahindrunin sem sett hefur verið upp í þorpinu. Umferðareyjurnar sem mynda hindrunina voru settar upp eftir að Björk Stefánsdóttir og Herdís Erna Matthíasdóttir sendu hreppsnefnd erindi sitt um umferðaröryggi. Erindi varðandi hraðahindrun við Karlseyjarveg hefur verið komið til Vegagerðarinnar, enda heyrir sá vegur undir ríkið.

Á dögunum ákváðu börn á Reykhólum, undir handleiðslu foreldra, hins vegar að leggja sitt af mörkum við að hvetja fólk til að aka hægar í kringum þorpið. Hönnuð voru nokkur skilti og komið fyrir víða meðfram götum þorpsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir