
Lagfæringar á Setbergskirkju
Á dögunum var lögð lokahönd á lagfæringar Setbergskirkju við Grundarfjörð þetta árið, en samkvæmt upplýsingum frá formanni sóknarnefndar er um reglubundið viðhald að ræða.
Setbergskirkja er önnur kirkna Setbergsprestakalls ásamt Grundarfjarðarkirkju, sem er einmitt 50 ára á morgun, sunnudaginn 31. júlí. Haldið verður upp á afmæli Grundarfjarðarkirkju með viðhöfn, eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni.
Setbergskirkja var kirkja Setbergsprestakalls allt þar til Grundarfjarðarkirkja var vígð. Hún er enda öllu eldri en Grundarfjarðarkirkja, byggð 1892 en á Setbergi hefur verið prestsetur síðan á 12. öld.