Jákvæð rekstrarafkoma Reykhólahrepps

Ársreikningur Reykhólahrepss fyrir árið 2015 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 21. júlí síðastliðinn. Rekstrarniðurstaða Reykhólahrepps er samkvæmt rekstrarreikningi A og B hluta jákvæð um 33,5 milljónir króna. Er það töluvert umfram þann 12,8 milljóna króna rekstrarafgang sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 14,8 milljónir en í fjárhagsáætlun var búist við 5,5 milljóna króna tapi.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 480,2 milljónum samkvæmt reikningi A og B hluta, sem er rúmlega 41 milljón meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstrartekjur A hluta námu tæpum 338 milljónum en fjárhagsáætlun gerði fyrir rekstrartekjum að upphæð 294 milljónir.
Eigið fé sveitarfélagsins Reykhólahrepps í árslok nam 387,5 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 328,7 milljónum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir