Björn Kjartansson ráðherrabílstjóri. Ljósm. siv.is

Ráðherrabílstjóri í rúma tvo áratugi

Það var fyrir 21 ári, 2. maí árið 1995, sem Björn Kjartansson vatt sínu kvæði í kross og hætti að starfa sem húsasmíðameistari og tók til starfa sem ráðherrabílstjóri. „Þetta hófst allt saman með því að Ingibjörg Pálmadóttir tók við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu árið 1995. Hún sóttist eftir því að fá mig til starfa sem ráðherrabilstjóra. Við þekktumst vel og ég hafði unnið svolítið með henni í pólitíkinni. Þegar ég tók við starfinu tók ég jafnframt á mig launalækkun en það jafnaðist allt saman út því yfirvinnan er mjög mikil í þessu starfi. Áður hafði ég unnið átta til fjögur vinnu en bílstjórastarfið er allt öðruvísi. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu starfi, flestir dagarnir eiga það samt sameiginlegt að þeir eru langir en einnig skemmtilegir. Oftast er ég að vinna frá átta á morgnanna og kominn heim um níu eða tíu á kvöldin. Það er samt allur gangur á því. Það sem maður þarf til þess að endast í þessu starfi er þolinmæði og lipurð. Þetta er oft mikil bið og svo þarf maður alltaf að vera tilbúinn, það koma oft upp óvænt mál svo maður þarf að bregðast við. Þrátt fyrir óreglulegan vinnutíma liggur oftast dagskrá fyrir daginn svo ég veit nokkurn veginn hvernig dagurinn verður áður en ég held af stað að heiman,“ segir Björn Kjartansson.

Viðtalið við Björn má lesa í heild sinni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir