Frá vettvangi í gær. Ljósm. tfk.

Harður árekstur á Snæfellsnesi

Laust fyrir klukkan fimm síðdegis í gær varð árekstur á Útnesvegi á Snæfellsnesi nálægt afleggjaranum að Írskrabrunni þegar tvær fólksbifreiðar skullu saman. Virðist sem ökumaður annarrar bifreiðarinnar hafi misst af afleggjaranum og verið að snúa við þegar áreksturinn varð.

Að sögn lögreglunnar var áreksturinn nokkuð harður en afleyðingarnar ekki jafn alvarlega og óttast var í fyrstu. Ökumenn og farþegar, þar af tvö börn, voru flutt á heilsugæslustöðina í Ólafsvík til skoðunar og farþegi annarrar bifreiðarinnar var fluttur á Akranes til frekari skoðunar.

Báðar bifreiðarnar eru óökuhæfar eftir áreksturinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira