Pokémonarnir leynast víða. Ritstjórn þurfti ekki að leita um langan veg eftir þessum, hann var í felum á kaffistofu Skessuhorns. Skjáskot: jfh.

Vakinn upp af Pokémon þjálfara

Rétt eftir hádegi dag einn í liðinni viku var íbúi í Jörundarholti vakinn upp af værum svefni eftir næturvakt þegar barið var að dyrum. Þegar íbúinn fór til dyra stóð tólf ára drengur sem íbúinn kannaðist ekki við fyrir utan og bað um að fá að komast inn vegna þess að þar átti að leynast Pokémon. Íbúinn hleypti drengnum inn sem þarmmaði um húsið uns hann fann Pokemon-inn sem hann leitað að inn á baðherbergi húsins. Drengurinn náði að fanga skrímslið og yfirgaf því húsið skömmu síðar. Á leiðinni út spurði íbúinn drenginn hvort um sjaldgjæfan eða góðan Pokémon væri að ræða; svaraði drengurinn því til að svo væri alls ekki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir