Sigurður Ólafsson hótelstjóri á Hamri slær upphafshögg fyrr í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Ljósm. GB.

„Búmerang“ högg á Hamarsvelli

Á golfvellinum að Hamri ofan Borgarness gerðist það í vikunni að höggfastur en óheppin golfari sló golfboltann í stein og fékk hann til baka í höfuðið af miklum krafti.  Féll maðurinn við og lá eftir í grasinu.  Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en talið var að meiðsl hans hefðu verið minniháttar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir