Ljósm. þa.

Unnið að bættu öryggi

Í síðustu viku voru starfsmenn frá fyrirtækinu Rekverk á vegum Vegagerðarinnar að vinna að bættu öryggi á Útnesvegi á Snæfellsnesi. Lengdu þeir og bættu víravegrið í brekkunni við Fornu-Fróðá. Einnig lagfærðu þeir og skiptu um enda á nokkrum veðriðum við brýr og í Búlandshöfða. Eru endarnir með glitrandi vegvísum. Ekki voru strákarnir farnir í sumarfrí að þessu loknu heldur biðu þeirra fleiri verkefni á norðanverðu nesinu meðal annars við ánna Selsá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir