
Gengið vel hjá lögreglunni í sumar
Mikil og þung umferð hefur verið um helstu þjóðvegi umdæmisins nú í sumar og er það í samræmi við allar spár um fjölgun ferðamanna. Yfir vetrarmánuðina róast þetta aðeins en breytir ekki því að ferðamönnum fjölgar ár frá ári. Lögregla hefur haft í nógu að snúast og ekki síst í kringum erlenda ferðamenn nú í sumar. ,,Við höfum verið heppin vil ég segja og sloppið að mestu við alvarleg slys eða óhöpp í umdæminu og krossum fingur að svo verði áfram. Við þökkum fyrir hvern slysalausan dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri.