Minnsta atvinnuleysi síðan 2008

 

Atvinnuleysi var tvö prósentustig í júní samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan í október 2008, þá 1,9 prósent. Að meðaltali voru 3.789 án atvinnu í síðasta mánuði og fækkaði þeim um 229 eða 0,2 prósent frá því í maí.

Körlum án atvinnu fækkaði um 156 frá því í maí og voru að meðaltali 1.636 í júní, eða 1,2 prósent. Atvinnulausum konum fækkaði um 73 frá maímánuði og voru 2.153 í júní, eða 2,5 prósent.

Á Vesturlandi mældist atvinnuleysi 1,1 prósentustig, næst minnst á landinu öllu. Fækkaði atvinnulausum Vestlendingum um 17 frá síðasta mánuði. Voru 115 í maí en 98 í júní. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári hefur atvinnuleysi á Vesturlandi minnkað um 0,6 prósent, var 1,7 prósent í júní 2015 en er 1,1 prósent í júní 2016.

Mest atvinnuleysi var á höfuðborgarsvæðinu, 2,3 prósent en minnst á Norðurlandri vestra, 0,8 prósent.

Líkar þetta

Fleiri fréttir