Flott veiði úr Hlíðarvatni fyrir skömmu, bæði urrriði og bleikja. Ljósm. Guðmundur Árni Hjartarson.

Frábær veiði í Hlíðarvatni

Silungsveiðin gengur víða ágætlega. Hraunsfjöðurinn hefur verið að gefa, Vatnasvæði Lýsu og vötn á Snæfellsnesi. Og fiskurinn virðist vera vel haldinn.

„Við vorum að koma úr Hlíðavatni og veiðin var fín,“ sagði Guðmundur Árni Hjartarson sem var við veiðar ásamt nokkrum vöskum veiðimönnum. „Við fengum 24 fiska, mest urriða en líka bleikjur. Þetta var skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Árni eftir veiðina í vatninu.

Veiðimenn sem voru í Langavatni fyrir skömmu veiddu nokkra fiska og allavega þrír fiskana voru vel vænir. Hraunsfjörðurinn hefur verið að gefa bleikju og líka eitthvað af laxi. „Það er gaman að leika sér með fluguna í Hraunsfirðinum, bleikjan nætti vera aðeins gráðugri að taka hana samt,“ sagði veiðimaður sem mikið stundar Hraunsfjörðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir