Fiskafli dróst saman

Fiskafli íslenska fiskiskipaflotans í júní síðastliðnum var tæp 42 þús. tonn, sem er 43% minni afli en í sama mánuði í fyrra. Uppsjávaraflinn var rétt um tvö þúsund tonn, umtalsvert minni en í júní í fyrra þegar hann var 33,6 þús. tonn. Botnfiskafli var nokkurn veginn sá sami og í fyrra, eða rúm 35 þús. tonn. Á tólf mánaða tímabili hefur heildarafli íslenskra skipa dregist saman um 262 þús. tonn. Samdrátturinn nemur 20 prósentustigum. Metinn á föstu verðlagi var aflinn í júní 7,1% minni en í sama mánuði í fyrra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira