Jónína Guðnadóttir hefur komið víða við á sínum ferli. Hér stendur hún við sitt nýjasta verk; „Breið“ sem sýnt er í Akranesvita.

Listasýning í Akranesvita innblásin af bernskuminningum

Í Akranesvita á Breið stendur nú yfir listasýning Jónínu Guðnadóttur. Sýningin hófst á írskum dögum, 1. júlí, og lýkur um miðjan ágúst. Um er að ræða 35 metra innsetningu og ber listaverkið nafnið Breið. Jónína bjó á Akranesi til fjölda ára og segir að verkið sé bernskuminningar. „Ég myndi segja að ég væri að stærstum hluta Skagamaður, þar á eftir Hafnfirðingur þar sem ég hef búið í Hafnarfirði lengst af ævinni en ég er einnig að hluta til Vestmannaeyingur. Ástæðan fyrir því að ég réðist í gerð þessa listaverks er sú að árið 2014 hittumst við fermingarsystkinin upp á Skaga eins og við höfum gert reglulega í gegnum tíðina. Við ákváðum þetta árið að fara og skoða vitann á Breið. Ég hafði ekki komið inn í vitann frá því ég var í barnaskóla á Akranesi. Þetta var fallegur og sólbjartur dagur og þegar ég stóð í miðjum stiga á milli hæða kom yfir mig tilfinning um að hér yrði ég að sýna, í þessu hráa umhverfi sem er sérlega fallegt og birtan svo stórkostlega. Verkið er innblásið af bernskuminningum mínu hér á Akranesi,“ segir Jónína.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir