Vilja friða hvali í Faxaflóa

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa skorað á sjávarútvegsráðherra að beita sér gegn frekari veiðum á hrefnu í Faxaflóa. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér kemur fram að 34 hrefnur hafi verið veiddar í og við Faxaflóa á vertíðinni sem nú stendur yfir, fimm hrefnum fleiri en veiddar voru í heildina í fyrra.

Samtökin segja að hrefnum á Faxaflóa fækki jafn og þétt. Þau segja að það sé krafa frá Hvalskoðunarsamtök Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar, sem studd sé af öllum flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur, um að Faxaflói verði gert að griðarsvæði hvala. Segja þau að hvalaskoðun sé ein stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og mikið sé í húfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir