Maður slasaðist á fæti

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út um kl. 20:00 að kvöldi síðasta fimmtudags vegna manns sem var slasaður á fæti. Var hann staddur í Sauraskógi við Stykkishólm. Verkefnið gekk fljótt og vel fyrir sig, enda um stuttan veg að fara þar til hægt var að koma manninum til aðstoðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir