Viðbjóður í Grímsá. Svo sem ekki fallegt nafn en staðurinn er fallegur mjög.

Laxveiðin mætti vera betri

 

Svo virðist sem eins árs laxinn ætli að láta lítið á sér bera ennþá, í  straumurinn sem  er stór þessa dagana.  En  það virðist ekki duga neitt, einn og einn fiskur er að skríða inná flóðinu þessa dagana. Laxveiðin mætti vera betri,  það þarf nýja fiska. Þessir gömlu þekkja allt sem er í boði.

,,Síðasta holl í Haukadalsá gaf næstum því 90 laxa og það er fiskur víða um ána,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni en hún hefur gefið 244 laxa. Grímsá í Borgarfirði er kominn með 260 laxa. ,,Þetta er all í lagi hérna við Grímsá,“ sagði okkar maður.

Það hefur verið tog í Flókadalsá í Borgarfirði og fiskurinn verið tregur að taka, en Flókadalsá hefur gefið 211 laxa. Góður gangur hefur verið í Miðá í Dölum og áin gefið 180 laxa og eitthvað af bleikjum. Hollið sem var þar fyrir skömmu veiddi vel af laxi og bleikjur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir