SIgurbjörg Kristmundsdóttir, verslunarstjóri í Ljómalind.

Gengur vel í Ljómalind

Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi var fyrst opnaður fyrir rúmum þremur árum. Síðan þá hefur verslunin stækkað jafnt og þétt og m.a. flutt einu sinni. Nú er svo komið að markaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá 10-18. Skessuhorn var á ferðinni í Borgarnesi fyrir helgi og lék forvitni á að vita um gang mála það sem af er sumri. „Reksturinn gengur vel. Verslun er alltaf að aukast og vöruúrvalið einnig,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri. „Sultum hefur fjölgað og svo erum við alltaf að fá fleiri tegundir af matvöru frá þeim framleiðendum sem nú þegar framleiða matvöru fyrir okkur. Það er alltaf meiri og meiri eftirspurn eftir þeim vörum sem er í boði,“ segir hún og bætir því við að stöðugt fleira handverksfólk selji hönnun sína í verslun Ljómalindar. „En heilt yfir hefur verið stígandi í sölunni í sumar,“ segir hún.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir