
Gasblöðrum bjargað á Faxaflóa
Björgunarsveitir í Reykjavík voru kallaðar út kl. 21.15 til leitar þar sem tilkynnt var um fallhlífarstökkvara í sjónum um 300 metra norður af Gróttu. Fjölmennt lið var sent á staðinn; bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, bátar og þyrla frá Landhelgisgæslunni auk annarra báta sem voru í nágrenninu tóku þátt í leitinni. Eftir nokkra leit fundust stórar blöðrur á floti og fékkst staðfest að þrjár til fjórar stórar gasblöðrur hefðu sloppið úr veislu í nágrenninu fyrr um kvöldið. Þar sem búið var að leita svæðið mjög vel var talið öruggt að fullnægjandi skýring væri komin og leit því afturkölluð.
Í samtali við ruv.is segir Bergþór hjá Landhelgisgæslunni útkallaði hafa verið ágætis æfingu.