Rúta lenti á fólksbíl

Alls urðu 12 umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, flest minniháttar og án meiðsla, að sögn Theódórs Þórðarsonar varðstjóra. Rúta lenti aftan á fólksbíl við afleggjaran að bænum Munaðarnesi á mánudaginn. Fimm ára barn sem var farþegi í fólksbílnum fótbrotnaði og var flutt á sjúkrahús. Allir í fólksbílnum voru í öryggisbeltum og barnabílstólum en um harðan árekstur var að ræða. Engin meiðsla urðu á fólki í rútunni sem var full af erlendum ferðamönnum. Tildrög óhappsins voru þau að ökumaður fólksbílsins hægði ferðina og ætlaði að beygja til vinstri við afleggjarann en ökumaður rútunnar taldi að hann ætlaði að hleypa sér fram úr.

Líkar þetta

Fleiri fréttir