Jónas Sig og Ritvélarnar í Brúarási

Jónas Sig og hljómsveit hans Ritvélar framtíðarinnar verða í útlegð vikuna 22.-28. júlí þegar þau fara hringinn í kringum landið og spila á sjö stöðum á jafn mörgum dögum. Jónas og félagar munu meðal annars koma við í hinu nýja og endurbætta félagsheimili Brúarási í Borgarnesi og halda þar tónleika mánudagskvöldið 25. júlí klukkan 20:00. Heimamenn eru kvattir til þess að láta þetta ekki framhjá sér fara. Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir lifandi flutning á lögum og textum Jónasar en hann hefur gefið út þrjár plötur og hafa fjölmörg lög af þeim hlotið verðskuldaða athygli og mörg ratað hátt á vinsældalista landsins. Á tónleikunum verður hægt að kaupa nýútkomna plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óútgefnu efni.

-fréttatilkynning

Brúarás_1

Líkar þetta

Fleiri fréttir