Bergþór Ólason, framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi.

Bygging íbúðarhúsnæðis að aukast aftur

Fyrirtækið Loftorka í Borgarnesi var stofnað árið 1962 og hefur alla tíð verið áberandi í byggingageiranum, ekki síst á Vesturlandi. Loftorka er afgerandi stærsti framleiðandi landsins í forsteyptum byggingaeiningum og eini steinröraframleiðandi á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega eitt hundrað manns þegar allt er talið. Þar af er drjúgur hluti starfsfólks háskólamenntaður, verk- og tæknifræðingar þar fjölmennastir. „Við erum með stærstu vinnustöðum á Vesturlandi á eftir stóriðjufyrirtækjunum og stærstu opinberu stofnununum,“ segir Bergþór Ólason framkvæmdastjóri.

Að sögn Bergþórs hefur Loftorka undanfarin ár reist mikið af byggingum tengdum ferðaþjónustunni, þar sem mikill uppgangur hefur verið, í bland við íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. „Bygging íbúðarhúsnæðis er að taka við sér núna. Verkefni tengd íbúðarhúsnæði hafa á síðustu árum helst verið á svokölluðum þéttingarreitum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fermetraverð er um og yfir 500 þúsund krónur,“ segir hans. „Loksins núna um þessar mundir er farið að byggja aftur íbúðir fyrir venjulegt fólk, sem er bæði nauðsynlegt og tímabært.“

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir