Töldu sig mega veiða í öllum ám og vötnum

Veiðimenn voru í óleyfi í Haukadalsá í Dölum í vikunni. „Þarna höfðu erlendir ferðamenn fengið rangar upplýsingar og misskilningur átt sér stað milli söluaðila veiðikorts og ferðamannanna. Þeim hafði verið sagt að þeir mættu veiða í öllum ám og vötnum á Íslandi. Misskilningurinn var snarlega leiðréttur og veiðivörður í Haukadalsá sagðist ekki ætla að gera neitt frekar í málinu og því þar með lokið á vettvangi,“ segir í dagbók lögreglunnar á Vesturlandi.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir