Rósa Njálsdóttir opnar sýningu í Grundarfirði

Föstudaginn 22. júlí opnar Rósa Njálsdóttir málverkasýningu í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. Verkin eru öll unnin með olíu á striga og efnistökin eru fólkið hennar, fjöllin og fjörðurinn.  Verk hennar eru unnin eftir gömlum svart-hvítum ljósmyndum og einnig litríkar landslagsmyndir sem sýna fjöllin fyrir vestan og sólsetrið í sveitinni hennar. Sýningin verður opin til 1. ágúst. Rósa er uppalin í Suður-Bár í Grundarfirði en hefur búið á Akureyri síðastliðin 25 ár.  Hún hefur lagt stund á olíumálun síðan 2004 og haldið nokkrar einkasýningar á Akureyri og nærsveitum. Þetta er önnur sýning Rósu í Grundarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir