
Réttardagar ákveðnir í Reykhólasveit
Á fundi fjallskilanefndar Reykhólahrepps í gær, þriðjudaginn 19. júlí, voru ákveðnir réttardagar í sveitarfélaginu á hausti komanda. Réttað verður í Eyrarrétt í Kollafirði laugardaginn 10. september, í Króksfjarðarnesrétt viku síðar, 17. september og í Kinnarstaðarétt sunnudaginn 18. september.