Nú styttist í Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi

„Undirbúningur hefur gengið mjög vel,“ segir Eva Hlín Alfreðsdóttir verkefnastjóri unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. „Það er margra manna átak að halda svona mót og það hefur margt gott fólk komið að undirbúningum,“ segir Eva Hlín. Mótið er ætlað krökkum á aldrinum 11-18 ára og þurfa keppendur ekki að mæta sem hluti af liði eða undir formerkjum íþróttafélaga. „Hver keppandi getur mætt sem einstaklingur, viðkomandi þarf ekki einu sinni að hafa æft íþróttir. Keppt verður í 14 greinum og getur hver keppandi skráð sig í eins margar greinar og hann vill, einungis er greitt eitt skráningargjald, 7.000 krónur og enn er hægt að skrá sig á heimasíðu UMFÍ,“ segir Eva Hlín.

Nánar er rætt við Evu Hlín í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir