Evran er veikari gagnvart krónu en hún hefur verið í átta ár.

Krónan sterkari gagnvart evru en hún var fyrir hrun

Síðustu þrjá daga hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni verið undir 135. Svo lágt hefur það ekki verið skráð síðan í september 2008, eða skömmu fyrir gjaldþrot íslensku bankanna og hrun fjármálakerfisins. Fyrir útflutningsgreinar eins og ferðamennsku, sjávarútveg og iðnað hefur þetta neikvæð áhrif, en jákvæð á verð innfluttrar vöru, íslenska ferðamenn erlendis og fjölmarga aðra. Helst ástæða þess að krónan er að styrkjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum má rekja til óróleika á erlendum mörkuðum, svo sem vegna væntanlegrar úrsagnar Breta úr ESB og átaka í Tyrklandi. Þá er mikið flæði gjaldeyris hingað til lands vegna ferðamanna talið styrkja gengi krónunnar í það minnsta til skamms tíma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir