Af mannlífinu og fyrstu kaupmönnunum við Lambhúsasund

Akranes fékk löggildingu sem verslunarstaður árið 1864 og var hið opinbera heiti hans „Verslunarstaður við Lambhúsasund.“ Það er þó ekki fyrr en 1872 sem fastakaupmaður tekur sér hér bólfestu, en það var Þorsteinn Guðmundsson. Í kjölfarið koma Snæbjörn Þorvaldsson, Böðvar Þorvaldsson, Pétur Hoffmann og Þórður Guðmundsson á Háteigi. Þeir staðsettu sig allir hér við Lambhúsasundið. Því má segja að við Sundið hafi verið fyrsti „miðbærinn“ á Akranesi. Á þessu ári löggildingarinnar, 1864, voru íbúar á Skaganum sjálfum 300 að tölu. Þá voru eintómir torfbæir, flestir þeirra litlir og fremur lélegir, nema hjá efnuðustu bændunum á Miðteigi, Grund, Háteigi, Lambhúsum og Bræðraparti.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er fróðleg upprifjun Ásmundar Ólafssonar af frumbyggjunum og fyrstu kaupmönnunum við Lambhúsasund á Akranesi. 

Líkar þetta

Fleiri fréttir