Ólöglegur á ýmsa vegu

Ökumaður sem aldrei hefur öðlast réttindi til að aka bíl, talinn vera undir áhrifum áfengis og verulega undir áhrifum margs konar lyfja, stal í vikunni bíl á bílasölu í Reykjavík og ók upp í Borgarfjörð. Þar reyndi hann að stela olíu á sveitabæ. Að sögn lögreglu var maðurinn mældur á miklum hraða við eftirför og var loks handtekinn í Grundarfirði. Var maðurinn færður í fangaklefa og síðan til yfirheyrslu þegar af honum var runnið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.