Ferðamenn við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. mm.

Ferðamenn voru 37% fleiri í júní en fyrir ári

Í júní síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta tæpum 26 milljörðum króna samanborið við rúmlega 18 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða rúmlega 40% aukningu á milli ára. Kortavelta erlendra ferðamanna í júní er sú mesta í einum mánuði frá upphafi en fyrra met var í júlí í fyrra, tæpir 24 milljarðar. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt um 100 milljarða króna með kortum sínum, mest í flugferðir eða um 19 milljarða, gistiþjónustu tæplega 18 milljarða og 11,6 milljarða króna í verslun. Í júní komu um 187 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 36,8% fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir