Í nýrri stjórn Saga Jarðvangs eru Kristján Guðmundsson, Páll S Brynjarsson, Martha Eiríksdóttir, Bergur Þorgeirsson, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Edda Arinbjarnar, Vilhjálmur Egilsson, Þórunn Reykdal formaður stjórnar og Björn Þorsteinsson. Á myndina vantar stjórnarfólkið Gunnlaug A. Júlíusson og Hulda Hrönn Sigurðardóttur auk þess Guðrúnu Björg Aðalsteinsdóttur verkefnastjóri.

Formleg stofnun SAGA jarðvangs í uppsveitum Borgarfjarðar

Um síðustu áramót sendi undirbúningsfélag um stofnun SAGA jarðvangs inn formlega umsókn til UNESCO Geoparks um aðild jarðvangsins að þessum alþjóðlega viðurkenndu samtökum. Umsókninni var vel tekið og er von á úttektaraðilum á vegum UNESCO til landsins í ágúst, en þeir munu leggja endanlegt mat á hæfi svæðisins til að fá aðgang að samtökunum. Til þess að standast kröfur UNESCO þarf svæðið að uppfylla ýmis skilyrði svo sem að hægt sé að færa rök fyrir því að svæðið sé einstakt út frá jarðfræði- og sagnfræðilegu sjónarhorni, að búið sé að móta framtíðarsýn um hvernig unnið verði með þessi sérkenni í atvinnuuppbyggingu og móttöku ferðamanna, að íbúar og stjórnvöld á svæðinu taki virkan þátt í starfi jarðvangsins og að rekstur hans sé tryggður til fjögurra ára hið minnsta.

Takist ætlunarverkið og standist SAGA jarðvangur úttekt og verði samþykktur af hálfu UNESCO Geoparks verður SAGA jarðvangur tekinn inn í alþjóðlegt net jarðvanga með tilheyrandi markaðssetningu fyrir svæðið í heild sinni auk þess sem ýmis tækifæri til samstarfs við innlenda og erlenda aðila opnast svo eitthvað sé nefnt.

 

Hvatt til stofnaðildar

Áður en matsaðilarnir heimsækja svæðið þarf að vera búið að ganga frá stofnun jarðvangsins. Að höfðu samráði við lögfræðinga hefur verið ákveðið að stofna sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri sem mun starfa samkvæmt formlegri skipulagsskrá í samræmi við lög nr. 33/1999. Formleg beiðni um stofnun SAGA jarðvangs ses verður lög inn til Ríkisskattstjóra strax eftir verslunarmannahelgi. „Allir sem láta sig vöxt og viðvang svæðisins varða eru hvattir til að gerast aðilar að SAGA jarðvangi ses. Hjálagt er eintak af skipulagsskrá SAGA jarðvangs ses og yfirlit yfir þjónustuflokka og þjónustugjöld. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett að ákveða hvaða þjónustuflokki hann vill tilheyra. Þeir sem vilja vera skráðir stofnfélagar verða að greiða þjónustugjald í síðasta lagi 1. ágúst nk.“

Upplýsingar um banka og reikningsnúmer:

 

Undirbúningsfélag um stofnun Sögu jarðvangs.

Kt: 410313-0140

Reikningsnúmer: 0111-26-1051

Skýring: STOFNAÐILD.

 

„Mikil grasrótarvinna liggur að baki þessu verkefni og er það von okkar, sem nú standa í brúnni að ætlunarverkið takist og að allir þeir sem hafa hag af móttöku ferðamanna og/eða vilja sjá Borgarfjarðarhérað vaxa og dafna taki höndum saman og gerist stofnaðilar að SAGA jarðvangi ses. Brettum upp ermar og hjálpumst að við að safna stofnaðilum jarðvangsins fyrir 1. ágúst n.k. Um nánari upplýsingar má leita til; Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, Eddu Arinbjarnar eða Þórunnar Reykdal.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir