Píratar fá listabókstafinn P

Píratar hafa fengið listabókstafinn P samþykktan fyrir framboð sitt til næstu alþingiskosninga. Í síðustu þingkosningum notaði flokkurinn bókstafinn Þ, enda var P-ið ekki á lausu þar sem það hafði verið notað sem listabókstafur annars flokks í kosningunum á undan. „Píratar fagna því að P-ið sé nú okkar og hlökkum til að sjá sem flesta merkja X við P í komandi alþingiskosningum. Við ítrekum það við stjórnvöld að fastsetja dagsetningu kosninga sem allra fyrst,“ segir í tilkynningu frá Pírötum.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir