Máluðu aðvörunarmerki á nýlega lagða klæðningu

Fyrr í sumar var lögð klæðning yfir Snæfellsnesveg á Mýrum. Þau mistök hafa orðið við verkið að skilinn var eftir hryggur eða þvottabretti á veginum sem getur reynst varasamt sé ekið of greitt þar um. Einhverjum vegfaranda hefur þótt ástæða til að vara aðra við og málað aðvörunarþríhyrninga og merkt kyrfilega þann stað sem myndaði stökkbrettið á veginum. Vöruflutningabílstjóri sem reglulega ekur þessa leið sendi Skessuhorni mynd af merkingunum. Sagði hann þetta undarlegan frágang.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira