
Glitbrúsi nemur land
„Þessi fugl heitir glitbrúsi og var að sjást í fyrsta sinn hér á landi fyrir um viku síðan eða á sama tíma og ég hóf sumarfríið mitt,“ segir Sigurjón Einarsson náttúrulífsljósmyndari á Hvanneyri. „Það var því bara um einn stað að velja hvar ég byrjaði mitt frí,“ bætir hann við.
Glitbrúsi er af brúsaætt og því skyldur himbrimanum og lóminum og er mitt á milli þeirra í stærð. Að Danmörku og Íslandi undanskyldum verpir hann á Norðurlöndunum og austur um Rússland og sjálfsagt víðar.