Glitbrúsi nemur land

„Þessi fugl heitir glitbrúsi og var að sjást í fyrsta sinn hér á landi fyrir um viku síðan eða á sama tíma og ég hóf sumarfríið mitt,“ segir Sigurjón Einarsson náttúrulífsljósmyndari á Hvanneyri. „Það var því bara um einn stað að velja hvar ég byrjaði mitt frí,“ bætir hann við.

Glitbrúsi er af brúsaætt og því skyldur himbrimanum og lóminum og er mitt á milli þeirra í stærð. Að Danmörku og Íslandi undanskyldum verpir hann á Norðurlöndunum og austur um Rússland og sjálfsagt víðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira