Bessastaðir á Álftanesi var forðum talin landkostajörð. Nú á að auka á ný votlendi þar. Ljósm. Mats Wibe Lund.

Ráðamenn hyggjast moka ofan í skurði á Bessastöðum í dag

Með athöfn á Bessastöðum á Álftanesi í dag klukkan 11 verður með táknrænum hætti hafist handa við endurheimt votlendis hér á landi, í verkefni sem hrundið er af stað undir sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag munu Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Bragason landgræðslustjóri undirrita samning um verkefnið og hefja það með því að setja fyrstu skóflufyllirnar af mold ofan í skurð í landi Bessastaða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir