Á myndinni eru þeir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson að handsala samninginn við Jón Svanberg Hjartarson frá Landsbjörgu.

Gray Line Iceland styrkir slysavarnir

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line Iceland hefur samið við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um að styrkja Safetravel verkefnið um samtals fimm milljónir króna á næstu fimm árum. Markmið Safetravel er að halda úti slysavörnum fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn og er samvinnuverkefni Landsbjargar, ferðaþjónustunnar, ýmissa fyrirtækja og stofnana og hins opinbera. Með stuðningi sínum er Gray Line orðið einn af helstu stuðningsaðilum verkefnisins. Meðal aðgerða til að auka öryggi ferðamanna heldur Safetravel úti vefnum hálendisvakt björgunarsveita, www.safetravel.is. Ennfremur eru upplýsingar fyrir ferðamenn um færð og veður að finna á um 70 skjám víða um land.

Líkar þetta

Fleiri fréttir