Fallegt sólarlag við Selvallavatn

Bjarni Júlíusson og veiðifélagar hans brugðu sér í gærkvöldi í Selvallavatn á Snæfellsnesi. „Það var kominn tími á að taka nokkra urriða eftir alla bleikjuveiðina í Hraunsfirði.  Þegar við gengum niður að vatninu rákum við upp stórar breiður af birkifeta. Þegar þannig háttar til, þá er bara ein fluga sem dugar, það er Beyglan. Mig grunar að Gylfi heitinn Kristjánsson hafi einmitt haft birkifetann í huga þegar hann hannaði þessa mögnuðu flugu. Það er skemmst frá því að segja að það var alger mokveiði. Flestir reyndar smáir en þrír tveggja punda fiskar glöddu mann og það söng í veiðihjólinu á fjarkanum þegar þeir tóku rokurnar út,“ sagði Bjarni. Sólarlagið var alveg einstaklega fallegt og toppaði góða veiðiferð.

Fallegt sólarlag við Selvallavatn_2

Líkar þetta

Fleiri fréttir