Svipmynd úr Húsafelli. Nú eru Íslendingar farnir frá sjónvarpsskjánum og farnir að njóta eigin lands á ný.

EM hafði töluverð áhrif á verslun og þjónustu

Verslun í júnímáni var ekki ósnortin af Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi og lauk 11. júlí. Finna má merki um neyslubreytingar í tengslum við keppnina í svokallaðri Smásöluvísitölu mánaðarins. Íslendingar gerðu vel við sig í mat og drykk í júní en dagvöruverslun var 8,3% meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi seldra lítra í vínbúðunum var 14% meiri en fyrir ári síðan, en veltuaukning vínbúðanna var 26,2%. Aukning í sölu sjónvarpstækja var 30% í mánuðinum. Þá jókst húsgagnasala um 40% og virðist sem fólk hafi viljað sitja í góðum húsgögnin framan við viðtækin. Stóraukning var í sölu skyndibita á við pizzunnar en lambakjötssala reyndist einnig stóraukast á grillið. Menn hafa því gert vel við sig í mat og drykk og þægindum við sjónvarpsáhorf. Neikvæð áhrif má þó finna af EM mótinu. Tjaldsvæði landsins voru fremur fásetin íslenskum ferðamönnum í júní. Í Húsafelli voru talsvert færri Íslendingar á svæðinu í ár, þrátt fyrir að veður væri betra í júní nú en í sama mánuði í fyrra. Í júnímánuði er alla jafnan mikið um Íslendinga á tjaldsvæðinu. Talsvert var þó um erlenda ferðamenn á svæðinu líkt og fyrri ár. Nú undanfarna daga, eða eftir að móti lauk, er hægt að merkja töluverða aukningu íslenskra ferðamanna um eigið land, þar á meðal í Húsafelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir