Árlegt harmonikkumót á Varmalandi um verslunarmannahelgina

Félag harmonikkuunnenda í Reykjavík heldur sitt árlega harmonikumót „Nú er lag“ um verslunarmannahelgina að Varmalandi í Borgarfirði. Er þetta í sjötta skiptið sem mótið fer þar fram. Þar munu harmonikkuunnendur víðsvegar að af landinu skemmta sér við harmonikkuleik og söng yfir helgina. Dansleikir verða í félagsheimilinu Þinghamri á laugardag og sunnudag en þar leika margir af bestur dansspilurum landsins. Félagið á von á sænska harmonikkusnillingnum Pierre Eriksson, sem ætlar að taka þátt í hátíðinni, ásamt gítarleikarunum Rolf Jardemark. Pierre er rúmlega fertugur og hefur undanfarin ár vakið mikla athygli fyrir glæsilegan tónlistarflutning.  Tónleikar þeirra félaga verða kl. 14:00, á laugardeginum.  Þessir tónleikar verða örugglega þess virði að fylgjast með. Auk þess munu þeir leika fyrir dansi á laugardags og sunnudagskvöld.  Þá verður sölusýning á harmonikkum á vegum EG tóna.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.