Hópurinn í heild sinni. T.v. Þrúður Arna Briem, Guðni Þorberg Svavarsson, Kolka Ásgeirsdóttir, Egill Örn Bjarnason, Ásgeir Jóel Jacobsson og Blær Örn Ásgeirsson.

Núverandi Axlar-ábúendur hyggjast hvorki slátra mönnum né dýrum

Á sextándu öld bjó Björn Pétursson á bænum Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Hann var kallaður Axlar-Björn og er þekktur fyrir sitt djöfullega eðli. Hann var fyrsti og eini raðmorðingi Íslands. Sagan segir að hann hafi drepið 18 manns áður en upp um hann komst. Þeir sem Björn drap voru ferðamenn sem áttu leið um hlaðið hjá honum. Það verður því að teljast nokkuð kaldhæðnislegt að nú á næstu vikum opni gistiheimili á Öxl. Stefnt er að því að þar geti fólk komist í ró og hugleitt en einnig ætla staðarhaldarar að vera með sjálfsþurftarbúskap á svæðinu sem verður öðruvísi fyrir þær sakir að ekki á að slátra dýrum, né mönnum.

Sjá áhugavert viðtal við ábúendur á Öxl í Skessuhorni vikunnar.

Við viljum bara búa út í sveit og njóta okkar_2

Líkar þetta

Fleiri fréttir