Keli vert í Langaholti.

Selur fólki minningar

Frá því um síðasta vetur hefur staðið yfir bygging tveggja viðbygginga við Gistiheimilið Langaholt á Snæfellsnesi. Þorkell Sigurmon Símonarson, eða Keli vert eins og hann er betur þekktur, vill ekki fullyrða um hvenær viðbyggingarnar verði opnaðar. „Þær verða opnaðar sem fyrst. Maður þorir ekki að segja meira; það virðist nefnilega alltaf bætast frekar við verkið en hitt. Ég held að það sé samt ekki alltof langt í að við getum farið að nýta þær. Með viðbyggingunum erum við að tvöfalda fjöldan sem getur gist hjá okkur. Eins og staðan er núna þá erum við með 20 herbergi en þegar framkvæmdum lýkur verða hér 40 herbergi,“ segir Keli.

 

Tölur um aukinn ferðamannastraum villandi

Keli segist hafa fundið vel fyrir aukningu á gistiheimilinu undanfarin ár. „Ísland er í tísku og ferðaþjónustan blómstrar á meðan. Það er aukning hvert sem litið er í þessum bransa. Við sjáum það að síðustu fjögur ár höfum við rekið þetta gistiheimili allt árið um kring. Samt sem áður eru tölurnar um þessa sprengju í ferðaþjónustunni villandi. Það hefur vissulega verið aukning í því hversu margir koma en það hefur ekki verið eins mikil sprenging og menn vilja vera láta. Dvölin hefur t.d. styst hjá fólki. Gistinæturnar eru því orðnar færri hjá hverjum einstaklingi. Fólk er núna oft á tíðum bara að koma í fáeina daga,“ segir Keli.

Rætt er við Kela um framkvæmdirnar og ferðaþjónustu almennt í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir