Horft yfir vettvang slyssins. Sjá má leitarljós björgunarfólks. Ljósm. Þorsteinn Gunnarsson.

Franski ferðamaðurinn fannst látinn

Björgunarsveitarfólk fann í gærkvöldi lík franska ferðamannsins sem leitað hafði verið undir jökulhengju í Sveinsgili, norðan Torfajökuls, síðan í fyrrakvöld. Maðurinn var á göngu ásamt félaga sínum þegar slysið varð. Runnu þeir niður ísstál og ofan í jökulána. Sá sem lést barst með ánni undir jökulinn en félaga hans tókst að komast úr ánni og gera viðvart. Á þriðja hundrað björgunarsveitamanna frá öllu sunnan- og vestanverðu landinu tóku þátt í leitinni. Bækistöðvar voru settar upp í Landmannalaugum og þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði björgunarsveitarfólk til og frá slysstað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir